top of page
Jola-sko-kassi_2024_heimasiduhaus.jpg

Kiwanisklúbburinn Ölver opnar fyrir
sölu á „Jóla-skó-kassa“ klúbbsins.

Þetta er í níunda skiptið sem „Jóla-skó-kassinn“, sem er þægileg einföldun fyrir foreldra, ættingja og forráðafólk, er til sölu. Kassinn inniheldur þrettán fjölbreytta smáhluti
(ekkert sælgæti) sem henta vel sem skógjöf fyrir alla jólasveinanna.

 

Nú um mundir troða mörg heimili marvaðann vegna verðbólgu. Klúbburinn ætlar að axla samfélagslega ábyrgð og lækkar verð kassans um 1.000 kr. frá síðustu jólum.

Hver kassi kostar því aðeins 6.500 kr. 
ATH! Þetta gerir aðeins 500 kr. á skógjöf!
Systkinaafsláttur: Fyrir fleiri en tvö systkini er afsláttur 500 kr. á kassa.
 

Þess má geta að allur ágóði af sölunni fer í að styrkja Grunnskólann í Þorlákshöfn
sem nýtir styrkinn til hópeflisdags 8. og 9. bekkjar snemma á skólaárinu.

Ef þú hefur áhuga á að auðvelda þér skógjafirnar og um leið leggja
þessu góða málefni lið sendir þú póst á
olver.kiwanis@gmail.com eða
skráir pöntun hér fyrir neðan fyrir 10. des. nk. og tilgreinir hversu mörg börn
eru á heimilinu, (eða hversu mörgum kössum óskað 
er eftir ) kyn og aldur.
Kassinn verður af
hentur 11. desember.

Pantanir frá stór-höfuðborgarsvæðinu geta nálgast kassan
hjá Skómeistaranum í Smáralind fram til og með 11. desember.

ATH. HEIMILISFÖNG FYRIR UTAN PÓSTNÚMER 800-816

Við getum ekki lofað að pöntunin berist fyrir 11. des. ef pantað er eftir 1. des.

Kostnaður við sendingu greiðist af móttakanda.

bottom of page